Nýr yfirlæknir mæðraverndar

Mynd af frétt Nýr yfirlæknir mæðraverndar
06.08.2014

Ragnheiður I. Bjarnadóttir hefur verið ráðin í starf yfirlæknis mæðraverndar á Þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til fimm ára, frá og með 1. september næstkomandi.

Ragnheiður er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarhjálp með um 19 ára starfsreynslu og langa reynslu af mæðravernd. Hún er klínískur lektor við Háskóla Íslands og hefur sinnt stundakennslu og handleiðslu lýðheilsu-, ljósmæðra- og læknanema við B.Sc. og meistaraverkefni.

Verkefni yfirlæknis mæðraverndar eru:

  • Þróun og samræming mæðraverndar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
  • Læknisfræðileg sérfræðiráðgjöf í mæðravernd.
  • Klínísk ráðgjöf á heilsugæslustöðvum.
  • Gæðaeftirlit og gæðaþróun.
  • Rannsóknir og vísindi.

Ragnheiður tekur við af Þóru Steingrímsdóttur sem hefur tekið við samhliða stöðu prófessors í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknis á kvenna- og barnasviði Landspítala-háskólasjúkrahúss.

Við bjóðum Ragnheiði hjartanlega velkomna til starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um leið og við þökkum Þóru kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.