Rekstur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í jafnvægi árið 2013

Mynd af frétt Rekstur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í jafnvægi árið 2013
27.05.2014

Samkvæmt ársreikningi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var rekstur stofnunarinnar í jafnvægi árið 2013. Rekstrarafgangur nam 4,4 milljónum króna, eða 0,08% af veltu stofnunarinnar á árinu. Er þetta fjórða árið í röð sem rekstur HH er innan fjárheimilda ríkisjóðs.

Þess ber að geta að í lok ársins fékk HH aukafjárveitingu að upphæð 32 milljónir kr., sem varið verður til sálfélagslegra verkefna á árunum 2014 og 2015.

Alls námu útgjöld HH um 5,5 milljörðum kr. á árinu 2013. Þar af voru launagjöld um 4 milljarðar, eða 73% af heildarútgjöldum. Rekstrarframlag ríkisins nam um 4,9 milljörðum kr. og sértekjur urðu 641 milljón kr.

Einstakir útgjaldaliðir breyttust með þeim hætti að launagjöld urðu 7,3% hærri en árið áður, lækningarannsóknir 17,6% hærri, rekstarvörur 9,2% hærri og húsnæðiskostnaður 3,9% hærri. Hins vegar lækkuðu útgjöld vegna ferða og funda og vegna tölvu- og kerfisfræðiþjónustu.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins starfrækir 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, auk þriggja starfsstöðva með sérhæfðari þjónustu