Heilsan mín - meðgangan: heilsunámskeið fyrir barnshafandi konur í yfirvigt.

Mynd af frétt Heilsan mín - meðgangan: heilsunámskeið fyrir barnshafandi konur í yfirvigt.
28.02.2014

Námskeiðið hefst 12. mars, skráning stendur yfir. Námskeiðið er skipulagt út frá rannsökuðum úrræðum sem hafa sýnt góðan árangur hjá ungum konum. Heildræn nálgun sem byggir á áhrifum hugsana á líðan, þjálfun svengdarvitundar (AAT), hreyfingu, slökun og heilbrigðu mataræði.

Í upphafi og lok námskeiðs verða lagðir fyrir kvarðar  sem meta lífsgæði, einkenni þunglyndis og lífsstíl.

Á námskeiðinu er meðal annars fjallað  um 

  • Afleiðingar offitu 
  • Mikilvægi heilbrigðs lífsstíls á meðgöngu 
  • Tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar
  • Jákvæð áhrif reglulegrar hreyfingar  
  • Heilbrigðar matarvenjur 
  • Þjálfun Svengdarvitundar 

Í boði eru vikulegir hóptímar í sex skipti. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.