Klókir litlir krakkar

Mynd af frétt Klókir litlir krakkar
07.01.2014

Námskeið fyrir foreldra barna 3 – 6 ára með fyrstu einkenni kvíða

Forvarnarnámskeiðið Klókir litlir krakkar er námskeið fyrir foreldra 3-6 ára barna sem eru í áhættuhópi fyrir að þróa með sér kvíðaraskanir. 

Námskeiðið miðar að því að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðahegðun barna sinna og auka sjálfstraust þeirra. Vonast er til að með slíku forvarnarnámskeiði verði hægt að minnka kvíðahegðun barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun seinna meir. 

Þýðing og reynsluprófun námskeiðsins var samvinnuverkefni Þroska- og hegðunarstöðvar, BUGL og tveggja íslenskra útskriftarnema við Háskólann í Árósum. 

Tvö námskeið verða haldin á Þroska- og hegðunarstöð á vorönn 2014.  Hvert námskeið er 12 klukkustundir og skiptist í 6 skipti, kl. 19:30 - 21:30. Fyrstu 4 skiptin eru vikulega, síðan líður vika á milli fyrir tíma 5 og tíma 6.

Fyrra námskeiðið byrjar 30. janúar og seinna námskeiðið byrjar 23. apríl.

Námskeiðsgjaldið er kr. 10.400 fyrir einstakling og kr. 14.000 fyrir parið.