Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Mynd af frétt Gjaldfrjálsar tannlækningar barna
28.08.2013

Þann 1. september öðlast þriggja ára börn og börn á aldrinum 12–14 ára rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands. Í fyrsta áfanga samningsins sem tók gildi 15. maí síðastliðinn var rétturinn einskorðaður við 15, 16 og 17 ára börn.

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni. Skráning fer fram í gegnum Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands en tannlæknar geta einnig séð um skráninguna.

Sjúkratryggingar greiða tannlækningarnar að fullu fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald. 

Samningurinn tekur strax til allra barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður þótt þau falli ekki enn undir ofangreind aldursmörk. Í slíkum tilvikum skal tilvísun berast Sjúkratryggingum Íslands frá heilsugæslu, barnaverndar- eða félagsmálayfirvöldum og umsókn frá tannlækni. Mikilvægt er að barnaverndar- og félagsmálayfirvöld komi framangreindum upplýsingum til skjólstæðinga sinna sem falla undir þessi skilyrði.

Einblöðungur - upplýsingar um gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Auglýsing - gjaldfrjálsar tannlækningar barna

  • Nánari upplýsingar á vef Sjúkratrygginga Íslands