Heimsókn heilbrigðisráðherra til HH

Mynd af frétt Heimsókn heilbrigðisráðherra til HH
06.06.2013

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra heimsótti Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) 5. júní , ræddi við stjórnendur og kynnti sér starfsemina. Þetta er fyrsta stofnunin sem Kristján Þór heimsækir í embætti heilbrigðisráðherra.

Heimsóknin hófst á fundi ráðherra með framkvæmdastjórn HH í Álfabakka 16 þar sem Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri og framkvæmdastjórn kynntu ráðherra ýmsar lykilupplýsingar um starfsemina og meginverkefni hennar.

Að fundinum loknum var gengið yfir í Heilsugæsluna Mjódd, Þönglabakka 6, þar sem Matthea G. Ólafsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Jón Aðalsteinn Jóhannsson heimilislæknir sögðu frá starfsemi stöðvarinnar.

Heimsókninni lauk í Þönglabakka 1 þar sem Þroska- og hegðunarstöð og Göngudeild sóttvarna eru til húsa.

Kristján Þór spurði margs um þjónustuna, mönnun, rekstur, stöðu og horfur og heimsókn hans var gott tækifæri fyrir HH að kynna fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar.

Á myndinni eru frá vinstri: Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Matthea G. Ólafsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur,  Jón Aðalsteinn Jóhannsson heimilislæknir, Lúðvík Ólafsson framkvæmdastjóri lækninga, Þórunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri.