Kostnaður við lyfjaávísanir breyttist lítið 2012

Mynd af frétt Kostnaður við lyfjaávísanir breyttist lítið 2012
10.04.2013

Birtar hafa verið upplýsingar um þau lyf sem læknar þeirra 15 heilsugæslustöðva sem tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og læknar Heilsugæslunnar í Salahverfi ávísuðu árið 2012. Áður hafa verið birt gögn fyrir árin 2007-2011.

Heildarkostnaðurinn var 3,75 miljarðar króna, jókst um 127 milljónir króna frá fyrra ári og kostnaður við einstaka lyfjaflokka breyttist lítillega, ýmist hækkaði eða lækkaði. Krónan lækkaði á tímabilinu gagnvart erlendum gjaldmiðlum þannig að raunkostnaður var mjög svipaður og árið á undan.

Upplýsingarnar um lyfjaávísanirnar er að finna er að finna hér á vefnum.