Katrín Fjeldsted kjörin forseti CPME Evrópusamtaka lækna

Mynd af frétt Katrín Fjeldsted kjörin forseti CPME Evrópusamtaka lækna
28.02.2013

 Þann 1. janúar síðastliðin tók Katrín Fjeldsted við sem forseti CPME Evrópusamtaka lækna en hún mun gegna því embætti í 3 ár.

Katrín hefur setið í stjórn CPME í 7 ár fyrst sem einn af 4 varaforsetum og svo sem gjaldkeri síðastliðin 3 ár. Hún var kjörin forseti 5. maí 2012.

CPME stendur fyrir Comité Permanent des Medecins Européens eða Standing Committee of European Doctors. Þetta eru helstu samtök lækna í Evrópu og það eru læknafélög landanna sem mynda samtökin.

 Katrín starfar í Heilsugæslunni Efstaleiti og hefur unnið  hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu1980.

Hún hefur áratuga reynslu af félagsstörfum, m.a. sem borgarfulltrúi og alþingismaður auk trúnaðarstarfa fyrir læknafélög.