Jafnréttisnefnd

Mynd af frétt Jafnréttisnefnd
18.04.2012

Skipuð hefur verið jafnréttisnefnd við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Nefndin á að fjalla um jafnréttismál í víðum skilningi laga, sbr. 65 gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „ Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jafnframt starfar nefndin í samræmi við Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.10/2008.

Hlutverki nefndarinnar er nánar lýst í Erindisbréf jafnréttisnefndar.

Í Jafnréttisnefnd Heilsugæslunnar tímabilið 2012-2015 eru:

Davíð Vikarsson, sálfræðingur
Halldór Jónsson, læknir
Kristín S. Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Hólmfríður Erla Finnsdóttir, viðskiptafræðingur á starfsmannasviði starfar með nefndinni.