Fræðadagar 2011

Mynd af frétt Fræðadagar 2011
03.10.2011

Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir í þriðja sinn 10. og 11. nóvember 2011 á Grand Hótel, Reykjavík.

Á síðu Fræðadaganna eru nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirkomulag. Þar er líka hægt að skrá sig á Fræðadagana. Á skráningarsíðunni eru upplýsingar um verð

Alls eru um 50 erindi að ræða þannig að það eru úr nógu að velja.

Eins og áður eru auk erinda fyrir alla gesti, fjallað um afmörkuð málefni í minni sölum. Að þessu sinni er boðið upp á þemadagskrár um eftirfarandi efni:

 • Geðheilsa
 • Fæða og heilsa
 • Upplýsinga- og gæðamál
 • Kynverund barna og unglinga
 • Offita
 • Börn
 • Brjóstagjöf
 • Hreyfing og heilsa
 • Í brennidepli 
 • Mæðravernd
 • Öldrunarþjónustu og fleira