20 ára starfsafmæli Heilsugæslunnar Miðbæ

Mynd af frétt 20 ára starfsafmæli Heilsugæslunnar Miðbæ
18.01.2011

Þann 18. janúar eru 20 ár frá því starfssemi Heilsugæslunnar Miðbæ var flutt á Vesturgötu 7 en stöðin var áður til húsa í Heilsuverndarstöðinni. 

Í tilefni dagsins verður skjólstæðingum og öðrum sem eiga leið um boðið upp á kaffi.

Þrír starfsmenn sem tóku þátt í flutningunum eru enn starfandi og í fullu fjöri, þ.e. Ásmundur Magnússon læknir, Brynja Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðný Kjartansdóttir móttökustjóri.