Úthlutun úr Forvarnarsjóði 2010

Mynd af frétt Úthlutun úr Forvarnarsjóði 2010
08.06.2010

Hjúkrunarfræðingar Þróunarstofu heilsugæslunnar fengu samtals úthlutað 8,2 milljónum króna úr Forvarnarsjóði nú í júní.

Í ár voru umsóknir metnar með tilliti til stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla heilsugæsluna og lýðheilsustarf og forvarnir á þeim grunni.

Verkefnin sem hlutu styrki voru:

  • Áhugahvetjandi samtalstækni, námskeið fyrir fagfólk, 1,5 milljónir króna. Ábyrgðarmaður Margrét Héðinsdóttir.

  • Innleiðing vinnuleiðbeininga til að efla fyrstu tengsl barns og foreldra, 800 þúsund krónur. Ábyrgðarmaður Stefanía B. Arnardóttir

  • Þróun þjónustu við of þung börn og fjölskyldur þeirra, 1,9 milljónir króna. Ábyrgðarmaður Margrét Héðinsdóttir.

  • Heilsuvefurinn http://www.6h.is/ áframhaldandi þróun og kynning, 2 milljónir króna. Ábyrgðarmaður Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. (Við hvetjum ykkur til að skoða vefinn)

  • Þróun heilsuverndar ungmenna á framhaldsskólaaldri, 2 milljónir króna. Ábyrgðarmaður Margrét Héðinsdóttir

Á myndinni eru styrkþegarnir ásamt Jóhanni Ágústi yfirlækni Þróunarstofu. Frá vinstri: Stefanía, Margrét, Jóhann Ágúst, Ragnheiður Ósk.

Nánari upplýsingar um Forvarnarsjóð og úthlutunina má finna á vef Lýðheilsustöðvar.