Góður árangur í Hjólað í vinnuna

Mynd af frétt Góður árangur í Hjólað í vinnuna
31.05.2010

Starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins náðu góðum árangri í  Hjólað í vinnuna og voru í 3. sæti í sínum flokki, bæði í daga- og kílómetrafjölda.

Innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins voru 18 lið skráð til keppni, alls 125 starfsmenn, sem eru rúm 20% starfsmanna. Á sumum starfsstöðvum tók allt að helmingur starfsmanna þátt.

Tröllin frá Heilsugæslunni Hlíðum voru með langflesta kílómetra, en svo komu Glæsir lið Heilsugæslunnar Glæsibæ og Hebrear frá Heilsugæslunni Efra-Breiðholti nánast jöfn.

Voggrísirnir frá Heilsugæslunni Grafarvogi voru með flesta daga, Sólboðarnir lið Heilsugæslunnar Sólvangi voru með næstflesta og svo Miðbæjarrotturnar frá Heilsugæslunni Miðbæ.

Önnur lið Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins voru Álfarnir, Froskarnir, Nesmenn, Bæjarliðið, Vorboðar, Hin spengilegu, Hebrear2, Þönglarnir, Göngumosar, Nautnaseggirnir, Krummarnir og Litlu tröllin.

Á myndinni eru fulltrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á verðlaunapalli ásamt öðrum verðlaunahöfum í flokki fyrirtækja með 400-799 starfsmenn.