Myndverk barna á heilsugæslustöðvum

Mynd af frétt Myndverk barna á heilsugæslustöðvum
30.04.2010

 

 

 

 

 

 

 

 


Í tengslum við Barnamenningarhátíð voru settar upp sýningar á verkum barna í Heilsugæslunni Miðbæ og Heilsugæslunni Árbæ.

Nemendur í 2. - 5. bekk í Sæmundarskóla eiga heiðurinn að skemmtilegum furðufuglum í Árbænum.

Í Heilsugæslunni Miðbæ sýna nemendur úr 2. bekk Austurbæjarskóla verk sem unnin eru út frá þeirra eigin hendi.  Ýmsar kynjamyndir skjóta upp kollinum og stórskemmtilegar sögur fylgja.

Mikil ánægja er með sýningarnar hjá gestum og starfsfólki heilsugæslustöðvanna.

Myndirnar sýna 2 myndir í Miðbæ, furðufugl í Árbæ og 2. bekk í stofunni sinni í Austurbæjarskóla.
 
Mynverk barna í Heilsugæslunni Árbæ

2. bekkur í Austurbæjarskóla