Símaþjónusta vegna inflúensu

Mynd af frétt Símaþjónusta vegna inflúensu
20.10.2009

Ef upp koma veikindi sem benda til inflúensu má hringja á dagvinnutíma í heilsugæslustöðina á heimasvæði viðkomandi sjúklings.

Eftir dagvinnutíma, frá kl.16:00 til 8:00 virka daga og allan sólarhringinn um helgar, er hægt að hringja ýmist í vaktþjónustu viðkomandi landshluta eða Læknavaktina í síma 1770. Læknavaktin er með vaktþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en sinnir einnig fyrirspurnum sem berast frá landsbyggðinni.

Ef upp koma bráð, alvarleg veikindi skal hringja í 112.

Hjálparsími Rauða krossins, 1717, veitir almennar upplýsingar um inflúensuna, en sóttvarnalæknir hefur annast fræðslu fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða Hjálparsímans. Markmið með símsvörun Hjálparsímans er að draga úr almennum ótta og minnka álag á heilsugæsluna og Læknavaktina og hann er opinn allan sólarhringinn.

Hjálparsíminn svarar ekki fyrirspurnum er varða veikindi þeirra sem hringja eða aðstandenda þeirra, öllum slíkum spurningum verður beint á heilsugæslu viðkomandi svæðis eða Læknavaktina.