Fræðadagar heilsugæslunnar 26. og 27. nóvember 2009

Mynd af frétt Fræðadagar heilsugæslunnar  26. og 27. nóvember 2009
30.09.2009

Fræðadagar heilsugæslunnar  26.-27. nóvember 2009
Grand Hótel, Reykjavík.

Fræðadagar heilsugæslunnar verða nú haldnir með nýju formi dagana 26. og 27. nóvember. Þingið verður sett kl. 13:00, fimmtudaginn 26. nóvember og stendur svo yfir allan föstudaginn 27. nóvember.

Dagskrá verður fjölbreytt og snertir einkum forvarnarsvið fjölskyldunnar svo sem mæðravernd, ung- og smábarnavernd, heilsuvernd skólabarna, gullmola úr starfsemi einstakra stöðva auk fjölbreytilegra klínískra viðfangsefna. Dagskráin verður auglýst nánar á næstunni.

Markmið undirbúningsnefndar er að skapa sameiginlegan vettvang fagfólks sem vinnur í heilsugæslu á Íslandi til að fræða, fræðast og ræða saman ásamt því að efla tengsl og samkennd.

Dagskrá Fræðadaganna kemur að hluta til í staðinn fyrir árlegar ráðstefnur sem voru áður haldnar á vegum Miðstöðvar heilsuverndar barna og Miðstöðvar mæðraverndar, auk þess að taka fyrir fleiri efnisþætti sem heyra undir heilsugæslustarf. 

Það er því von undirbúningsnefndar að þetta nýja fyrirkomulag höfði til allra fagstétta heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, heimilislækna og annarra og að sameining verði um þennan vettvang til að efla þekkingu og tengsl heilsugæslunnar á landsvísu.

Árshátíð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er lokapunktur Fræðadaga heilsugæslunnar.