Geðheilsa - eftirfylgd/iðjuþjálfun flutt í Álfabakka 16.

Mynd af frétt Geðheilsa - eftirfylgd/iðjuþjálfun flutt í Álfabakka 16.
01.04.2009

Geðheilsa - eftirfylgd/iðjuþjálfun og Hugarafl eru flutt úr Bolholti 4 í Álfabakka 16. Nýja húsnæðið er á fyrstu hæð þar sem áður var verslunin Fröken Júlía. Gengið er inn í húsið að vestanverðu.

Reglubundin starfsemi er komin í gang á nýja staðnum. Allir eru velkomnir í heimsókn að skoða nýju aðstöðuna og það er heitt á könnunni.

Nánari upplýsingar um starfsemina má fá á síðum Geðheilsu - eftirfylgdar/iðjuþjálfunar og á vef Hugarafls.