Stofa þróunar, vísinda og kennslu

Mynd af frétt Stofa þróunar, vísinda og kennslu
30.01.2009

Fyrir dyrum stendur að setja á stofn innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Stofu þróunar, vísinda og kennslu þar sem sameinuð verður í eina einingu m.a. þróunarvinna og rannsóknavinna vegna ung- og smábarnaverndar, skólaheilsugæslu, mæðraverndar, tannverndar og annarar heilsuverndar ásamt þróunar og gæðavinnu við önnur viðfangsefni Heilsugæslunnar.

Ætlað er að þessi breyting verði á næstu mánuðum. Fram að þeim tíma munu miðstöðvar Heilsugæslunnar sinna þessum verkefnum eins og áður. 

Þroska- og hegðunarsvið mun starfa áfram í óbreyttri mynd. Sama er að segja um Geðheilsu eftirfylgd. Miðstöð sóttvarna mun starfa áfram undir nýju heiti, Göngudeild sóttvarna. Engin þjónusta verður lögð niður vegna þessara breytinga.