Bæklingurinn: Velkomin í meðgönguvernd

Mynd af frétt Bæklingurinn: Velkomin í meðgönguvernd
30.07.2008

Í tengslum við útgáfu handbókar um klínískar leiðbeiningar um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu, sem Landlæknisembættið og Miðstöð mæðraverndar unnu að og Landlæknisembættið hefur gefið út, hefur verið útbúinn bæklingur fyrir verðandi mæður sem heitir Velkomin í meðgönguvernd.

Leiðbeiningarnar eru þýddar og staðfærðar úr leiðbeiningum National Institute for Clinical Excellence (NICE).  Helstu breytingar sem verða á meðgönguverndinni skv. leiðbeiningunum er að mæðraskoðunum fækkar.  Að jafnaði skal miða við að skoðanir séu 10 hjá frumbyrjum í eðlilegri meðgöngu en 7 hjá fjölbyrjum í eðlilegri meðgöngu.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins gefur einnig út þennan bækling á ensku Welcome to antenatal care.