Tilraunaverkefni um þverfaglega samvinnu vegna málefna barna með hegðunar- og geðraskanir í Langholts- og Vogahverfi

Tilraunaverkefni um þverfaglega samvinnu vegna málefna barna með hegðunar- og geðraskanir í Langholts- og Vogahverfi

Mynd af frétt Tilraunaverkefni um þverfaglega samvinnu vegna málefna barna með hegðunar- og geðraskanir í Langholts- og Vogahverfi
28.05.2008

Samstarfssamningur milli Heilsugæslunnar Glæsibæ, Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis var undirritaður 26. maí sl. vegna tilraunaverkefnis til þriggja ára um þverfaglega samvinnu þessara stofnana um málefni barna með hegðunar- og geðraskanir í Langholts- og Vogahverfi. 

Á myndinni eru frá vinstri fremri röð:
Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur
• Kristján G. Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ
• Gísli Baldursson, geðlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
aftari röð:
Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sigrún K. Barkardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar Glæsibæ
Halldór Jónsson, læknir á Heilsugæslunni Glæsibæ
• Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Markmiðið með tilraunaverkefninu er að stytta biðlista eftir þjónustu fyrir fjölskyldur barna með hegðunar- og geðraskanir í Langholts- og Vogahverfi þannig að hægt sé að grípa fyrr inní, samhæfa úrræði, þróa nýjar leiðir og verklag í þjónustunni og að byggja upp þekkingarbrunn um leiðir og úrræði í þessum málum.

Samninginn undirrituðu Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkur, Kristján G. Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar Glæsibæ, Sigrún K. Barkardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæslunnar Glæsibæ, Gísli Baldursson, geðlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.