Vorráðstefna Miðstöðvar mæðraverndar

Mynd af frétt Vorráðstefna Miðstöðvar mæðraverndar
21.04.2008

Árleg ráðstefna Miðstöðvar mæðraverndar var haldin föstudaginn 18. apríl n.k. kl. 09:00 - 16:00 á  Hilton Nordica Reykjavík hótelinu á Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Efni: Yfirþyngd barnshafandi kvenna; áhættur og úrræði.

Fundarstjórar voru Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir kvennasviðs LSH og Helga Harðardóttir, ljósmóðir Heilsugæslunni Hamraborg.

Eftir ávarp forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Svanhvítar Jakobsdóttur voru þessir fyrirlestrar fluttir.

Mæðravernd: hugarfar, holdafar, heilsufar Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, PhD lektor við viðskipta-og hagfræðideild HÍ  og umsjónarmaður meistaranáms í heilsuhagfræði

Áhrif líkamsþyngdar og þyngdaraukningar á meðgöngu á tíðni keisaraskurða á FSA Alexander Smárason, MRCOG, DPhil, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir

Meðgöngusykursýki hjá konum í yfirþyngd. Kynning á drögum að nýjum klínískum leiðbeiningum um meðgöngusykursýki Arna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum og efnaskiptasjúkdómum

Umönnun of þungra kvenna á meðgöngu og í fæðingu Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, ljósmóðir

The Growing Problem of Obesity  Rebecca Black, MA, MD, MRCOG, Consultant Obstetrician, Subspecialist in Maternal and Fetal Medicine. Starfar í Oxford, UK.

How to Care for the Obese Pregnant Woman with Dignity Rebecca Black, MA, MD, MRCOG, Consultant Obstetrician, Subspecialist in Maternal and Fetal Medicine. Starfar í Oxford, UK.

Magahjáveituaðgerð. Hvernig virkar hún? Björn Geir Leifsson, skurðlæknir

Næring á meðgöngu – hugsanleg áhrif á holdafar móður og barns Anna Sigríður Ólafsdóttir, PhD, næringarfræðingur og lektor við KHÍ

Hvetjandi samtöl í fræðslu og ráðgjöf til kvenna á meðgöngu Auður R. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálarfræði

Hreyfing á meðgöngu Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, Msc í M.T. sjúkraþjálfun og Sandra D. Árnadóttir, sjúkraþjálfari