Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fer tímabundið til heilbrigðisráðuneytis

Mynd af frétt Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fer tímabundið til heilbrigðisráðuneytis
27.02.2008

Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hefur verið kallaður tímabundið til starfa hjá heilbrigðisráðuneytinu til að vinna að undirbúningi nýrrar sjúkratryggingastofnunar. Mun Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri hjá heilbrigðisráðuneytinu, koma í hans stað hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Heilbrigðisáðuneytið er nú að hefja undirbúning vegna nýrrar sjúkratryggingastofnunar sem tekur til starfa í haust og hefur Guðmundur verið kallaður til vegna undirbúnings á tilteknum þáttum. Mun hann starfa þar í að minnsta kosti sex mánuði.