Stjórnsýsla Heilsugæslunnar ásamt miðstöðvum og deildum fluttar í Mjódd

Mynd af frétt Stjórnsýsla Heilsugæslunnar ásamt miðstöðvum og deildum fluttar í Mjódd
05.12.2006

Stjórnsýsla Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er nú til húsa að Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Þar er Miðstöð tannverndar einnig til húsa.

Miðstöð heilsuverndar barna, Miðstöð mæðraverndar, Lungna- og berklavarnadeild og Deild atvinnusjúkdóma og ónæmisvarna hafa flutt að Þönglabakka 1, 109 Reykjavík.