Ráðstefna um heilbrigðisþjónustu í fátækum löndum

Mynd af frétt Ráðstefna um heilbrigðisþjónustu í fátækum löndum
20.09.2006

Ráðstefnan er haldin föstudaginn 29. september í Öskju Háskóla Íslands kl. 09-17:15. Í sambandi við hana verður málstofa fimmtudaginn 28. september kl. 13-17 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands um rannsóknir íslenskra háskólanema á vettvangi heilbrigðisverkefnis Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) í Malaví. Bæði ráðstefnan og málstofan eru opnar fyrir allt áhugafólk um málefni þessarra landa, engrar fyrirfram skráningu er krafist og þátttaka er ókeypis.
Sjá dagskrá. 
 
Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) stendur að ráðstefnunni í samvinnu við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, læknadeild Háskóla Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Tilefni ráðstefnunnar er að styðja við vaxandi umræðu og áhuga hér á landi um þann vanda sem fátæk lönd standa frammi fyrir hvað varðar almenna heilbrigðisþjónustu með áherslu á Afríku sunnan Sahara og fátæk lönd á Evrópusvæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Einnig verður ljósi beint á heilbrigðisverkefni ÞSSÍ í Malaví, en það er stærsta verkefni Íslendinga á sviði heilsugæslu í fátækum löndum.

Auk innlendra fyrirlesara hefur nokkrum erlendum gestum verið boðið til landsins til að breikka og dýpka umræðuna.