Foreldrafræðslunámskeiðið - Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

Mynd af frétt Foreldrafræðslunámskeiðið - Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar
12.09.2006

Heilsugæslan Grafarvogi
Foreldranámskeið „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“ verða haldin hjá Heilsugæslunni Grafarvogi í október nk. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna foreldrum aðferðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði sem líklegust eru til að skila árangri í lífi barns. Þannig er lagður grunnur að því að barnið þroski með sér mikilvæga eiginleika og læri færni sem nýtist því til frambúðar. Jafnframt er dregið úr líkum á ýmsum erfiðleikum í framtíðinni. Allir foreldrar eru hvattir til að sækja þetta námskeið, ekki síst þeir sem eiga börn undir þriggja ára aldri.
Kennt er á þriðjudögum á milli  klukkan 17 og 19,
dagana 24. okt, 31. okt, 7. nóv. og 14. nóv. nk.
Leiðbeinendur eru Júlía Werner, hjúkrunarfræðingur og Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi í Meðferðarteymi barna. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin. Verð er 6000 krónur fyrir einstakling og 9000 krónur fyrir parið. Sams konar námskeið eru haldin á ýmsum heilsugæslustöðvum. Stuðst er við Uppeldisbókina og verður hún til sölu á námskeiðinu á tæpar tvö þúsund krónur.
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 585-7600 og beðið um annað hvorn leiðbeinandann.

Heilsugæslan Efra-Breiðholti
Foreldranámskeið “Uppeldi sem virkar færni til framtíðar” verður haldið á vegum Heilsugæslunnar Efra Breiðholti og Fella- og Hólakirkju og hefst 18. september n.k. Námskeiðið er niðurgreitt um helming af Fella- og Hólakirkju. Verð með niðurgreiðslu er 3000 kr. fyrir einstakling og 4500 kr. fyrir par.
Innifalin eru námsgögn.
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna yngri en 3ja ára.
Stuðst verður við Uppeldishandbókina og verður hún til sölu á kostnaðarverði.
Nánari upplýsingar veita hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar.
Skráning þátttöku er hjá móttökuriturum á heilsugæslustöðinni í síma 513-1550.

Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Foreldranámskeið “Uppeldi sem virkar færni til framtíðar” verður haldið á vegum Heilsugæslunnar Mosfellsumdæmi miðvikudaginn 27. september n.k.
Nánari upplýsingar í síma 5100-700 eða 5100-705.