Foreldranámskeið á vegum Miðstöðvar heilsuverndar barna haustið 2006

Mynd af frétt Foreldranámskeið á vegum Miðstöðvar heilsuverndar barna haustið 2006
17.07.2006

Heilsugæslan hefur undanfarin ár staðið fyrir sérstökum uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra ungra barna. Námskeiðin heita Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar. Á þeim er lögð áhersla á að kenna foreldrum aðferðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði sem líklegust eru til að skila árangri í lífi barns. Þannig er lagður grunnur að því að barnið þroski með sér mikilvæga eiginleika og læri færni sem nýtist því til frambúðar. Jafnframt er dregið úr líkum á ýmsum erfiðleikum í framtíðinni. Allir foreldrar eru hvattir til að sækja þessi námskeið, ekki síst þeir sem eiga börn undir þriggja ára aldri.

Næstu námskeið á MHB árið 2006*:
• 6. - 27. september
• 4.- 25. október
• 1.- 22. nóvember
*Námskeiðsstaður er með fyrirvara vegna flutninga. Kennt er á miðvikudögum milli klukkan 17 og 19.

Tveir leiðbeinendur sjá um hvert námskeið sem er samtals 8 klukkustundir og er einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin. Verð er 6000 krónur fyrir einstakling og 9000 krónur fyrir parið. Sams konar námskeið eru haldin á ýmsum heilsugæslustöðvum. Stuðst er við Uppeldisbókina og verður hún til sölu á námskeiðinu á tæpar tvö þúsund krónur.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Miðstöð heilsuverndar barna í síma 585-1350.