Formleg opnun starfsstöðvar fyrir Eftirfylgni geðsjúkra/iðjuþjálfun

Mynd af frétt Formleg opnun starfsstöðvar fyrir Eftirfylgni geðsjúkra/iðjuþjálfun
10.01.2006

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók formlega í notkun 22. nóvember 2005 starfsstöð fyrir fólk með geðraskanir í Bolholti 4, Reykjavík. Starfsstöðin verður starfrækt á vegum Heilsugæslunnar og Hugarafls og er fyrir fólk með geðraskanir sem veitt er þjónusta og þjálfun utan stofnana. Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi, er fyrir verkefninu.

Þjónustan byggist á samstarfi fagfólks, þeirra sem þjónustuna fá og aðstandenda þeirra. Er við það miðað að nýta reynslu þessara aðila í því skyni að stuðla að bata og betri þjónustu við þá sem eru með geðraskanir.

Eftirfylgni geðsjúkra/iðjuþjálfun er nú að hefja sitt þriðja starfsár. Verkefnið hófst sem tilraunaverkefni til tveggja ára en er nú að festa sig í sessi þriðja árið sökum góðs árangurs og eftirspurnar. Lögð hefur verið áhersla á:

  • auðvelt aðgengi,
  • að einstaklingar leiti hennar á eigin forsendum,
  • að þróa þjónustuna í takt við þarfir notenda og aðstandenda.

Markmiðið verkefnisins er að efla möguleika á eftirfylgni utan stofnana gagnvart fólki með geðraskanir og aðstandenda þeirra. Miðað er að því að hægt sé að grípa inn í ferli sem gjarnan leiðir af sér óvirkni og færnisskerðingar og að efla með því fyrirbyggjandi þátt sem minnkar þörf á sjúkrahúsinnlögnum