Bólusetning gegn hettusótt

Mynd af frétt Bólusetning gegn hettusótt
10.01.2006

Undanfarnar vikur hefur hettusótt gengið, einkum meðal fólks fætt á árunum 1981 til 1985.

Þessi hópur fór á mis við bólusetningu gegn hettusótt auk þess sem hann hefur ekki fyrr verið útsettur fyrir hettusóttarfaraldri.

Því er fólki sem fætt er á þessu árabili boðið upp á fría bólusetningu gegn hettusótt og getur það snúið sér til heilsugæslustöðvar í sínu hverfi.
Ráðgert er að þessum hettusóttarbólusetningum verði lokið á næstu þrem vikum.
Sóttvarnalæknir hvetur ofangreint fólk til að fá sér þessa bólusetningu.

Konur sem eru þungaðar, eða hyggja á þungun næstu þrjá mánuði eftir bólusetningu, mega ekki láta bólusetja sig.

28. desember 2005