Viltu vinna með okkur?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.

Starfsfólk HH vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu og sér þjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu fagstétta og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Til að tryggja gott starfsumhverfi hefur verið sett fram starfsmannastefna, jafnréttisstefna og jafnlaunastefna.

Að sækja um starf hjá HH

Við ákvörðun um ráðningu starfsfólks skal tekið mið af hæfni þess til að inna starfið af hendi. Gæta skal jafnræðis í ráðningarferlinu í samræmi við gildandi lög og reglur.  

Störf hjá Heilsugæslunni eru auglýst í samræmi við lög, reglur og leiðbeiningar. Um auglýsingar á lausum störfum gilda reglur, nr. 464/1996. Þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir skal frá henni gengið með formlegum og faglegum hætti.

Hægt er að sækja um starf með rafrænum hætti eða með pósti. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum um auglýst störf svarað þegar ráðið hefur verið í starfið. 

Almennum umsóknum er ekki svarað formlega en þær eru geymdar í sex mánuði. Eftir þann tíma er þeim eytt nema umsækjandi óski eftir að umsókn hans gildi lengur.  

Rafrænt:

  • Sækja um laus störf
  • Senda inn almenna umsókn / ferilskrá með tölvupósti á starf@heilsugaeslan.is 

Póstur:

  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins -  mannauðssvið
    Álfabakka 16, 109 Reykjavík

Við tökum vel á móti þér

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitast við að hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk á sínu fagsviði sem nýtir þekkingu sína og færni í að veita sem bestu heilbrigðisþjónustu.

Tekið er vel á móti nýjum starfsmönnum og þeim gefinn tími til að komast inn í starfið og starfsemi heilsugæslunnar þannig að þeim líði vel í starfi frá byrjun. 

Nýtt starfsfólk er upplýst um starfsemi og umfang Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og réttindi þeirra og skyldur. Námskeið fyrir nýja starfsmenn eru haldin reglulega.

Á starfsstöðvum fá starfsmenn leiðbeinanda sem leiðbeinir þeim fyrstu daga í starfi svo þeir öðlist þá þekkingu og færni sem ætlast er til af þeim í starfi.

Til að tryggja að gott starfsumhverfi hefur verið sett fram starfsmannastefna og jafnréttisstefna.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?