Skráning á heilsugæslustöð fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga. Þar og í Veru er einnig hægt að sjá hvar viðkomandi er skráður. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki eða íslykil.

Einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Þá þarf að sýna persónuskilríki og undirrita heimild um flutning sjúkraskrárgagna. Um leið gefst tækifæri til að fá upplýsingar um heilsugæslustöðina.