Þjónustu heilsugæslulækna er hægt að nálgast með því að bóka viðtalstíma hjá þeim á heilsugæslustöðvum. Þeir hafa opið fyrir almenna móttöku vegna bráðra og langvinnra veikinda, og vegna slysa, alla virka daga á þjónustutíma stöðvarinnar.

Bókið tíma hjá lækni í gegnum Veru eða með því að hringja á stöðina.

Heilsugæslulæknar sinna ennfremur bráðatilfellum utan bókaðra tíma. Hver stöð hefur lækni á vakt til að sinna slíkum tilfellum yfir dagtímann og stöðvarnar hafa opna síðdegisvakt lækna eftir að almennum þjónustutíma lýkur, flestar á milli kl. 16 og 18.

Þá veita heilsugæslulæknar símaráðgjöf, gefa út vottorð vegna veikinda og slysa og fara í sérstökum tilfellum í vitjanir til sjúklinga. Þeir taka einnig þátt í ungbarna- og mæðravernd heilsugæslustöðvanna.

Sérfræðingar í öðrum greinum læknisfræðinnar en heimilislækningum starfa innan Heilsugæslunnar. Þetta eru t.d. kvensjúkdómalæknar og barnalæknar. Þjónustu þeirra er hægt að nálgast með tilvísunum heilsugæslulækna. 

Veldu þína hverfisstöð úr listanum hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um læknisþjónustuna

Ef þú ert ekki viss um hvaða stöð þú tilheyrir getur þú slegið inn heimilisfangið þitt á forsíðunni fengið upplýsingar um það.