Þjónustu heilsugæslulækna er hægt að nálgast með því að bóka viðtalstíma hjá þeim á heilsugæslustöðvum. 

Bókið tíma hjá lækni í gegnum Veru eða með því að hringja á stöðina.

Heilsugæslulæknar sinna bráðatilfellum utan bókaðra tíma. Stöðvarnar eru með almenna móttöku vegna bráðra og langvinnra veikinda, og vegna slysa, alla virka daga á dagvinnutíma stöðvarinnar, Eftir það tekur við opin síðdegisvakt lækna, yfirleitt á milli kl. 16 og 18. 

Heilsugæslulæknar veita símaráðgjöf, gefa út vottorð vegna veikinda og slysa og fara í sérstökum tilfellum í vitjanir til sjúklinga. Þeir taka einnig þátt í ungbarna- og mæðravernd heilsugæslustöðvanna.

Veldu þína heilsugæslusstöð að fá nánari upplýsingar um læknisþjónustuna.

Sérfræðingar í heimilislækningum hafa lokið 4-5 ára sérnámi líkt og aðrir sérfræðingar í læknastétt.

Hver fjölskylda hefur rétt á að leita til heimilislæknis með heilsufarsvandamál sín.

  • Heimilislæknirinn hefur yfirsýn yfir heilsufar þitt og fjölskyldu þinnar, veitir ykkur samfellda þjónustu og er tengiliður ykkar við heilbrigðisþjónustuna.
  • Heimilislæknirinn greinir og meðhöndlar heilsuvanda þinn og veitir þér markvissa ráðgjöf ef þörf er á frekari hjálp í heilbrigðiskerfinu, svo sem sérfræðiþjónustu.
  • Heimilislæknirinn gætir fyllsta trúnaðar og gagnkvæmt traust ríkir milli hans og þeirra sem hann sinnir.

Sérfræðingar í öðrum greinum læknisfræðinnar en heimilislækningum starfa innan Heilsugæslunnar. Þetta eru t.d. kvensjúkdómalæknar og barnalæknar. Þjónustu þeirra er hægt að nálgast með tilvísunum heilsugæslulækna. 

Læknar stöðvarinnar skrifa gjarnan tilvísanir til sérgreinalækna.

Þegar farið er til sérgreinalækna vinsamlegast biðjið þá um að senda heimilislækni læknabréf.