Heimahjúkrun


Heilsugæsla eldri borgara

 Lesa meira...

Hjúkrunarvaktin

Móttaka og símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga

Á dagvinnutíma er greiður aðgangur að hjúkrunarvakt á heilsugæslustöðvum þ.e. símaviðtöl og skyndikomur.

Einnig er hægt að bóka tíma í móttöku hjúkrunarfræðinga.

Hvernig erindi koma á hjúkrunarvaktina?

Algengt er að fólk leiti aðstoðar eða ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan, óþægindi eða slys.

Til dæmis er algengt að foreldrar með lasin börn fái ráðleggingar varðandi umönnun og aðstoð við að meta þörf fyrir frekari þjónustu. Einnig leita margir ráða vegna lyfjatöku eða vantar leiðbeiningar til að rata um heilbrigðiskerfið.

Hjúkrunarvakt sinnir einnig erindum sem flokkast undir heilsuvernd, forvarnir og lífsstíl.

Öllum erindum sem koma á hjúkrunarvaktina er sinnt, annaðhvort með því að veita þjónustuna á staðnum eða vísa í þann farveg sem við á í hverju tilviki.

 • Ráðgjöf, upplýsingar og fræðsla
 • Ferðamannaheilsuvernd og bólusetningar vegna ferðalaga
 • Aðrar bólusetningar, td. vegna inflúensu og lungnabólgu
 • Sárameðferð, húðmeðferð, saumatökur
 • Eftirlit með heilsufari og líðan
 • Sprautugjafir, lyfjagjafir
 • Ákveðnar sýnatökur, t.d. hálsstrok, þvag- og blóðprufur
 • Ákveðnar rannsóknir og mælingar, t.d. blóðþrýstingur, hjartalínurit, öndunarmælingar
 • Virk hlustun og andlegur stuðningur
 • Leiðbeiningar um heilbrigðiskerfið
 • Tilvísanir innan og utan heilsugæslunnar

Hjúkrunarfræðingar sem starfa í heilsugæslu eru í nánu samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn innan veggja hverrar heilsugæslustöðvar. Þetta eru ljósmæður, heimilislæknar, sálfræðingar og barnalæknar.

Hjúkrunarvaktin er einnig í nánu samstarfi við hjúkrunarfræðinga sem sinna öðrum þáttum í starfsemi heilsugæslunnar eins og ung- og smábarnavernd, heilsuvernd eldri borgara og heilsuvernd skólabarna.

Hjúkrunarfræðingar eru auk þess í aðstöðu til að hafa samráð við fagfólk sem sinnir sérhæfðum málum eða starfa á sérstökum starfsstöðvum innan og utan heilsugæslunnar. Má þar nefna: Þroska- og hegðunarstöð, þróunarsvið, Göngudeild sóttvarna og heimahjúkrun. Þjónustu þeirra er til dæmis hægt að nálgast með tilvísunum hjúkrunarfræðinga.