Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðvum sjá um heilsuvernd skólabarna í hverfi stöðvanna.

Markmið heilsuverndar skólabarna er að stuðla að því að skólabörn fái að þroskast við sem bestar andlegar, líkamlegar og félagslegar aðstæður.

Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Heilsugæslan sinnir heilsuvernd skólabarna í 76 skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Hér má sjá lista yfir skólanna og netföng skólahjúkrunarfræðinga

Fræðsla og heilsuefling heilsuverndar skólabarna byggir á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar.
Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim.  Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu.

Fréttabréfin er að finna á vef Embættis landlæknis

Lesa meira:

Heilsuvernd skólabarna styðst við: Leiðbeiningar um heilsuvernd grunnskólabarna 

Þroska- og hegðunarstöð sinnir sérhæfðri greiningu og ráðgjöf vegna þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum.