Á heilsugæslustöðvunum er í boði þjónustan heilsugæsla eldri borgara sem hjúkrunarfræðingar sjá um.

Með hækkandi aldri verða breytingar í líkamanum og hætta á sjúkdómum eykst. Samspil aldurstengdra breytinga, sjúkdóma og lyfjanotkunar getur leitt af sér af sér minni færni.

Tilgangur þjónustunnar er að:

  • Auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
  • Styðja eldra fólk til að efla og viðhalda andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði.
  • Finna úrræði sem stuðla að því að fólk geti búið heima sem lengst.

Hjúkrunarfræðingar sem veita þjónustuna leitast við að:

  • Greina áhættuþætti og veita fræðslu um aldurstengda þætti sem snerta heilsu og líðan.
  • Aðstoða við að færa til betri vegar og/eða aðlagast þeim breytingum sem orðnar eru á heilsufari og líðan.
  • Stuðla að sjálfstrausti, sjálfstæði og auka öryggiskennd.
  • Meta þörf og leiðbeina um hjálpartæki og/eða stoðtæki ef þarf.
  • Veita ráðgjöf, leiðsögn og upplýsingar um þau þjónustuúrræði sem eru í boði.

Boðið er upp á símaþjónustu eða viðtal á heilsugæslustöð. Einnig er boðið upp á viðtöl í mörgum félagsmiðstöðvum. Samstarf er við heimahjúkrun og aðra fagaðila.

Heilsugæsla eldri borgara er mismunandi eftir heilsugæslustöðvum og nánari upplýsingar má fá á hverri heilsugæslustöð.