Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH)

Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.

Við erum með átta starfsstöðvar á sviði geðheilsu: Geðheilsumiðstöð barna, Geðheilsuteymi HH austur, suður og vestur, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana, Geðheilsuteymi fangelsa og Heilaörvunarmiðstöð.

Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, Heilbrigðisskoðun innflytjenda, Heilsubrú, Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar, Færni- og heilsumatsnefnd, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.

Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.

Hlutverk, markmið og gildi

Hlutverk HH er:

að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu fagstétta og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Markmið HH er:

  • að veita þeim sem til hennar leita áhrifaríka og góða heilbrigðisþjónustu
  • að bjóða samfellda, aðgengilega og heildræna þjónustu
  • að stunda árangursríkan og hagkvæman rekstur
  • að heildarskipulag og verkaskipting innan og milli heilsugæslustöðva styðji við framtíðarsýn
  • að notuð sé viðeigandi og skilvirk upplýsingatækni
  • að stundað sé stöðugt og metnaðarfullt rannsóknar- og fræðslustarf

Gildi HH eru virðing, samvinna , fagmennska

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?