Bólusetning gegn árlegri inflúensu

07.10.2017 11:30

Skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 9. október 2017.

Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu.

Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 60-70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð.

Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?

  • Öllum sem orðnir eru 60 ára
  • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
  • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið
  • Þunguðum konum

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald. 

Fyrirkomulag bólusetningar er mismunandi milli heilsugæslustöðva

Smelltu á nafn heilsugæslustöðvarinnar þinnar til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag bólusetningarinnar.

Heilsugæslan Árbæ
Heilsugæslan Efra-Breiðholti
Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæslan Fjörður
Heilsugæslan Garðabæ  
Heilsugæslan Glæsibæ           
Heilsugæslan Grafarvogi                    
Heilsugæslan Hamraborg 
Heilsugæslan Hlíðum          
Heilsugæslan Hvammi    
Heilsugæslan Miðbæ           
Heilsugæslan Mjódd            
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi               
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ     
Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði 

Til baka