Fræðsla um svefn

Fræðsla um svefn og kynning á svefnnámskeiði

Á fræðslufyrirlestri um svefn lærir þú um svefn. Farið verður yfir hlutverk svefns, uppbyggingu og helstu svefnraskanir. Sérstök áherslu er lögð á svefnleysi (insomnia) og sagt frá svefnámskeiði Heilsubrúar. 

Á svefnnámskeiði Heilsubrúar er boðið upp á Hugræna atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S)  sem rannsóknir hafa sýnt að er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag. Ólíkt svefnlyfjum er HAM-S meðferð sem er án aukaverkana og virkar til lengri tíma

HAM-S námskeiðin eru nýjung innan heilsugæslunnar og eru í boði hjá Heilsubrú sem er ný miðlæg þjónustueining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). HAM-S námskeið í hópi henta mjög mörgum en ekki öllum og því er boðið upp á kynningartíma fyrir fólk sem hefur áhuga á að fara á fjögurra vikna HAM-S námskeið. 

Umsjón

HAM námskeiðin eru haldin á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Leiðbeinandi er Haraldur S. Þorsteinsson sálfræðingur. 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram hjá Heilsubrú í Þönglabakka 6, 109 Reykjavík, 3. hæð. Það er sami inngangur og í Heilsugæsluna Mjódd. 

Að hámarki 15 manns eru í hverjum tíma.

Greitt er 500 kr. komugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu. 

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega. Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Dagsetningar og skráning

Fræðsla um svefn: Mánudagur 30. október, kl. 15:00 - 15:45

Svefnnámskeið Heilsubrúar byrjar 6. nóvember kl. 15:00 - 16:30 í 4 vikur.

Leiðbeinandi er Haraldur S. Þorsteinsson, sálfræðingur

Skráning og greiðsla er hér á vefnum. Gætið þess að velja rétta tímasetningu.

Námskeiðið er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri. Það felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni.