Á fræðslufyrirlestri um svefn lærir þú um svefn. Farið verður yfir hlutverk svefns, uppbyggingu og helstu svefnraskanir. Sérstök áherslu er lögð á svefnleysi (insomnia) og sagt frá svefnámskeiði Heilsubrúar.
Á svefnnámskeiði Heilsubrúar er boðið upp á Hugræna atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) sem rannsóknir hafa sýnt að er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag. Ólíkt svefnlyfjum er HAM-S meðferð sem er án aukaverkana og virkar til lengri tíma
HAM-S námskeiðin eru nýjung innan heilsugæslunnar og eru í boði hjá Heilsubrú sem er ný miðlæg þjónustueining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). HAM-S námskeið í hópi henta mjög mörgum en ekki öllum og því er boðið upp á kynningartíma fyrir fólk sem hefur áhuga á að fara á fjögurra vikna HAM-S námskeið.