Hópur fyrir verðandi mæður til að bæta tilfinningalega líðan

Allir verðandi foreldrar vilja barninu sínu vel

Á þessu 6 vikna hópnámskeiði færðu leiðsögn við leiðir til að stuðla að vellíðan þinni. 

Við ræðum um andlega heilsu og skoðum hvað við getum gert til að líða betur. Við munum einnig skoða hvað barnið þitt getur gert á hverju tímabili meðgöngunnar. Við kynnumst því að lesa í merki barnsins og hvernig þú getur búið þig undir fæðinguna og komu barnsins. 

Eitt af því besta sem þú getur gert á meðgöngunni er að hugsa vel um sjálfa þig meðan þú undirbýrð komu barnsins.

Verðandi foreldrar hafa gjarnan áhyggjur af nýja barninu. Verður barnið heilbrigt? Getum við sinnt barninu vel og hugsað vel um það? Það getur reynst þér erfitt sérstaklega ef þú hefur átt erfitt í gegnum lífið á einhvern hátt. Eða ef þú ert undir álagi vegna streitu eða átt við heilsuvanda að stríða.

Að hitta aðrar verðandi mæður og deila hugsunum sínum getur verið mikill stuðningur.

Hvernig verður hópurinn? 

Það verða 15-20 verðandi mæður og 2 leiðbeinendur - ljósmóður og sálfræðingur. 

Við hittumst í herbergi þar sem við höfum næði og rými fyrir okkur. Allt sem rætt er í hópnum er trúnaðarmál nema við teljum að barnið þitt gæti verið í einhverri hættu. 

Hvernig kemst ég í hóp?

Ræddu það við ljósmóðurina þína, heimilislækni eða sálfræðing sem skráir þig á námskeiðið.

Fyrirkomulag

  • Námskeiðið er 6 skipti og 2 klukkustundir í hvert sinn.
  • Námskeiðið er haldið reglulega.

Umsjón og upplýsingar

  • Ljósmóðirin þín veitir nánari upplýsingar um námskeiðið.
  • Heilsubrú hefur umsjón með námskeiðinu.

 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn