Geðheilsuteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en er veitt á heilsugæslustöðvum.
Geðheilsuteymið veitir tengslaeflandi innsæismeðferð (e. Parent Infant Psychotherapy) á meðgöngu og eftir fæðingu. Þjónustan fer að mestu leyti fram í húsnæði geðteymisins og er þverfagleg. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, ljósmóðir, félagsráðgjafar, sálfræðingur, og sálgreinir sem allir hafa sérhæft sig í tengslaeflandi meðferð.
Þegar við á leggur geðlæknir mat á þörf fyrir lyfjameðferð.