Geðheilsuteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu á meðgöngu og eftir fæðingu en er veitt á heilsugæslustöðvum.
Grunnhugmyndafræði teymisins byggir á tengslaeflandi nálgun. Meðferð er aðlöguð að þörfum þjónustuþega og notast meðal annars við sálgreiningu, hugræna atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð og djúpvitundarmeðferð.
Þjónustan fer að mestu leyti fram í húsnæði geðteymisins og er þverfagleg. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, félagsráðgjafar, sálfræðingar, sálgreinar, fjölskyldufræðingar og geðlæknar.
Geðheilsuteymi fjölskylduvernd er samstarfsverkefni Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Teymið varð til við samruna Miðstöðvar foreldra og barna (MFB) og Foreldrar-meðganga-barn - FMB teymis Landspítala.