Mæðraverndarsvið vinnur að þróun og uppbyggingu mæðraverndar og stuðlar að samræmingu hennar með því að:

 • vera faglegur bakhjarl við heilsugæsluna
 • veita heilbrigðisstarfsfólki og almenningi faglega ráðgjöf, fræðslu og stuðning
 • vinna að vísindarannsóknum í mæðravernd
 • vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilsugæslu landsins að stefnumótun mæðraverndar á landsvísu

Yfirlæknir er Ragnheiður I. Bjarnadóttir

Helstu verkefni mæðraverndarsviðs eru:

 • innleiðing klínískra leiðbeininga um mæðravernd
 • sérfræðiþjónusta fæðinga- og kvensjúkdómalækna á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins
 • símaráðgjöf
 • stoðþjónusta, til dæmis viðtöl við verðandi foreldra sem vilja hætta að reykja
 • gerð og dreifing fræðsluefnis fyrir fagfólk og almenning
 • fæðingafræðslunámskeið
 • vísindarannsóknir
 • fagrýni
 • að halda uppi samskiptum við kvennadeild LSH um sameiginleg málefni er varða mæðravernd
 • samstarf við HÍ samkvæmt samstarfssamningi HH og HÍ
 • þátttaka í fagráði Landlæknis um mæðravernd

Sjá einnig

Mæðraverndarsvið sér um dreifingu á eftirfarandi bæklingum:

Allt fræðsluefni sem var gert á Miðstöð mæðraverndar og er hér á vefnum er fáanlegt á Mæðraverndarsviði. Einnig sér Mæðraverndarsvið um dreifingu á mæðraskrám og fræðsluefni sem Þroskahjálp lét útbúa um meðgöngu og fæðingu.

Bæklingana, annað fræðsluefni og mæðraskrárnar er hægt að panta með því að senda tölvupóst til mm@mm.hg.is eða hringja í síma 585-1400 á opnunartíma, frá kl. 8:20 til 16:15.