Ferðamannaheilsuvernd er flókin og síbreytileg. 

Ráðgjöfin byggist bæði á ferðinni, t.d. áfangastað og ástandinu þar, dvalarlengd og tegund ferðar, og á ferðamanninum sjálfum, t.d. fyrri bólusetningum, sjúkdómum og ofnæmi.

Ferðamannabólusetningar eru í boði á Göngudeild sóttvarna og á heilsugæslustöðvum.

Best er að bóka tíma fyrir bólusetningu að minnsta kosti mánuði fyrir brottför. 

Hafið með handbær skírteini um fyrri bólusetningar vegna ferðalaga. Einnig er hægt að sjá yfirlit yfir bólusetningar á Heilsuvera.is.

Nánari upplýsingar og tímapantanir eru á Göngudeild sóttvarna, s. 585-1390 eða á þinni heilsugæslustöð.

Nánari upplýsingar: