Spönginni 35, 112 Reykjavík
Sími: 513-6320Fax: 513-6321

Almennur þjónustutími

Virka daga 8:00-20:00
Hægt er að hafa samband virka daga milli kl. 8:00 og 16:00

Starfsemi Geðheilsuteymis austur (áður Geðheilsustöð Breiðholts) byggir á þjónustu þverfaglegs geðteymis og er í Spönginni 35 þar sem Heilsugæslan Grafarvogi er til húsa. 

Þjónustan er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóma og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda.

Geðheilsuteymið er annars stigs geðheilbrigðisþjónusta og því hugsuð fyrir þá einstaklinga sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en er veitt á heilsugæslustöðvum. 

Geðheilsuteymið sinnir íbúum Breiðholts, Árbæjar, Grafarvogs, Norðlingaholts og Grafarholts. Þjónustan er veitt með heimavitjunum og viðtölum í húsnæði geðteymisins. 

Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingur, geðlæknir og liðveitandi. Unnið er í nánu samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts og aðrar þjónustumiðstöðvar.

Þjónustan er veitt frá kl. 8:00-20:00, alla virka daga

Hlutverk og markmið þjónustunnar er:

 • Að stuðla að og viðhalda bata. 
 • Að tryggja samfellu í meðferð.
 • Að fækka endurinnlögnum á sjúkrahús. 
 • Að styrkja aðlögunarhæfni eftir útskrift af sjúkrahúsum. 
 • Að efla sálrænt og félagslegt heilbrigði einstaklingsins og fjölskyldu hans. 
 • Að hvetja til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar. 
 • Að styðja einstaklinginn í að lifa innihaldsríku lífi. 

 Þjónustuþættir:

 • Stuðningur og eftirfylgni vegna sjúkdóms eða útskriftar af geðdeild 
 • Hvatning og stuðningur til að auka félagslega virkni og tengja við félagsleg úrræði. 
 • Mat á andlegu og líkamlegu ástandi, búsetu og þjónustuþörf. 
 • Lyfjagjafir og stuðningur með lyfjainntekt. 
 • Hvatning og stuðningur til að sinna persónulegum þáttum hvort sem það er varðandi sjálfan sig, umhirðu nánasta umhverfis, hreyfingu, mataræði og heilsufarseftirliti (á heilsugæslu og/eða viðtöl hjá meðferðaraðila). 
 • Fræðsla og stuðningur til skjólstæðingsins og fjölskyldu hans. 
 • Ráðleggingar hvar hægt sé að fá frekari stuðning og fræðslu. 

Áhersla er á samhæfingu á þjónustu til einstaklingsins, samskipti við hinar ýmsu stofnanir og þjónustuaðila sem koma að málefnum þjónustuþega.

Batahugmyndafræði

Geðheilsuteymi austur leggur áherslu á að veita gæða þjónustu samkvæmt viðurkenndri þekkingu og starfar eftir batahugmyndafræði (recovery model). Með batahugmyndafræði er einstaklingum leiðbeint að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður. Þeim er mætt á jafnréttisgrundvelli ásamt því að virðing og viðurkenning er höfð að leiðarljósi.

Við þjónustulok er haft samband við þann aðila sem óskaði eftir þjónustu geðteymisins og honum gerð grein fyrir stöðu mála hjá viðkomandi einstaklingi/fjölskyldu.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Tekið er við umsóknum frá starfsmönnum heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Hægt er að nálgast umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan. 

Sækja um þjónustu Geðheilsustöðvar. Skjal til útprentunar.

Umsóknin sendist til Geðheilsuteymis austur, Spönginni 35, 111 Reykjavík.

Fyrirspurnir 

Fyrirspurnir er hægt að senda á gedheilsustod@heilsugaeslan.is eða hringja í síma 513-6320.