Auk þjónustunnar sem er veitt á heilsugæslustöðvum er í boði sérhæfð miðlæg þjónusta.

Geðheilsa - eftirfylgd

býður fólki með geðræn vandamál og aðstandendum þeirra eftirfylgd og ráðgjöf

Göngudeild sóttvarna

meginsvið starfseminnar eru berklavarnir, tóbaksvarnir, ferðamannaheilsuvernd og heilbrigðisskoðun innflytjenda frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins

Skrifstofa heilsugæslunnar

annast þróunar og rannsóknavinnu vegna heilsuverndar ásamt þróunar og gæðavinnu við önnur viðfangsefni Heilsugæslunnar. Þar er einnig veitt ráðgjöf.

Þroska- og hegðunarstöð

þverfaglegt teymi barnalækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa sem meðal annars sinnir sérhæfðri greiningu og ráðgjöf vegna þroska- og...

Færni- og heilsumatsnefnd

Færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgarsvæðis hefur aðsetur að Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.