Sálfræðinemar í Mastersnámi hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík geta fengið starfsþjálfun á starfsstöðvum HH.
Gert er ráð fyrir að sálfræðinemi frá HÍ verji 400 klukkutímum í starfsþjálfun (eina önn) en starfsþjálfun nema frá HR er um 180 stundir (um tvo heila vinnudaga á viku í a.m.k. 10 vikur). Handleiðari nema er sálfræðingur með löggildingu og a.m.k. 5 ára starfsreynslu.
- Umsjón með námi sálfræðinga hjá HH hafa Liv Anna Gunnell og Steinunn Þyrí Þórarinsdóttir