Kennsla, starfsþjálfun og rannsóknir heilbrigðisstétta

Framlag skjólstæðinga okkar er ómetanlegt og við þökkum fyrir hjálpina.

Kennsla og starfsþjálfun

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) tekur virkan þátt í kennslu og starfsþjálfun heilbrigðisstétta. Þannig styðjum við nýliðun í heilsugæslu og eflum símenntun starfsfólks og fagmennsku á starfstöðvum okkar.

Við höldum einnig námskeið og aðra viðburði fyrir fagfólk, bæði okkar starfsmenn og aðra

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur umsjón með sérnámi í heilsugæsluhjúkrunsérnámi í heimilislækningum og læknum í sérnámsgrunni.

 

Vísindarannsóknir

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) er virkur samstarfsaðili í vísindastarfi og áhersla er lögð á rannsóknir sem efla heilsugæsluna og þekkingargrunn hennar. Vísindanefnd HH og HÍ tekur við umsóknum og metur þær.