Hér fara á eftir upplýsingar um þau lyf sem læknar þeirra 15 heilsugæslustöðva sem tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og læknar Heilsugæslunnar í Salahverfi ávísuðu árið 2010. Verðmætið er reiknað út frá síðasta einingarverði eins og það var skráð í Sögu í desember 2010. Þá kemur fram fjöldi eininga og fjöldi skilgreindra dagskammta (DDD) í ATC-kerfinu samkvæmt WHO.

 A Meltingarfæra- og efnaskiptalyf - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)

 450.224.706 kr.

 12,3%

 B Blóðlyf - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 65.640.968 kr.

 1,8%

 C Hjarta- og æðasjúkdómalyf - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)    

 505.819.106 kr.

 13,8%

 D Húðlyf - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 87.082.495 kr.

 2,4%

 G Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 403.741.449 kr.

 11,0%

 H Hormónalyf önnur en kynhormónar - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

65.963.031 kr.

 1,8%

 J Sýkingalyf - Kostnaðarsundurliðun   
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 188.786.627 kr.

 5,2%

 L Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 23.769.084 kr.

 0,7%

 M Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 177.161.085 kr.

 4,8%

 N Tauga- og geðlyf - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 1.168.107.471 kr.

 32,0%

 P Sníklalyf (skordýraeitur og skordýrafælur) - Kostnaðarsundurliðun  
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 9.970.110 kr.

 0,3%

 R Öndunarfæralyf - Kostnaðarsundurliðun 
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 471.172.501 kr.

12,9%

 S Augn- og eyrnalyf - Kostnaðarsundurliðun   
 Einstök lyf raðað eftir lyfjaflokkum (pdf)   

 37.190.981 kr.

  1,0%

 Samtals allir lyfjaflokkar

3.654.629.614 kr.

 

Til samanburðar þá var heildarverðmæti ávísaðra lyfja þeirra 15 stöðva sem tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 3.400.289.673 kr., hafði lækkað um 540 milj. kr. frá árinu 2009, eða sem nemur tæplega 14%. Það lætur nærri að samsvara breytingunni á gengi krónunnar (styrkingu krónunnar). Verðmæti ávísaðra lyfja hefur því haldist nokkuð svipað milli ára á föstu verðlagi.

Hafa ber í huga að sérlyf sem læknir ávísar í Sögu-kerfinu gæti apótekið hafa afgreitt sem samheitalyf auk þess sem sjúklingar gætu hafa sleppt að leysa út sum lyf sem ávísað var. Því má allt eins búast við að samsvarandi tölur úr gagnagrunni landlæknis yrðu ívið lægri.

Í Sögu er ekkert verð að finna fyrir lausasölulyf. Smásöluverð var reiknað samkvæmt reiknireglum Lyfjaverðskrár út frá heildsöluverði. Verð úr apóteki gæti hafa verið annað.

Skilgreindur dagskammtur (DDD) er tölfræðileg meðaltalseining sem er ekki alltaf sá dagskammtur sem læknir ávísar sjúklingi í tilteknu tilfelli. DDD er því stundum breytt þegar notkunarmynstrið hefur breyst. Gerist það tekur breytingin gildi um áramót. DDD hefur ekki verið ákvarðað fyrir öll lyf.

Að teknu tilliti til annmarka er auðvelt að átta sig á lyfjaávísanamynstrinu, hvaða lyf eru mest notuð, hvaða lyf eða lyfjaflokkar valda mestum útgjöldum, hvar breytingar á lyfjaávísunum gætu lækkað kostnað samfélagsins, og með samanburði við fyrri ár hvar kostnaður hefur breyst.

Breytingar á reglugerð um kostnaðarhlutdeild sjúkratryggðra sem fyrst komu fram á fyrri hluta árs 2009 höfðu strax talsverð áhrif. Þær fyrstu sem tóku til prótónpumpuhemla (A02BC) og statína (C10A) giltu frá 1. mars 2009. Þá kom að lyfjum sem verka á renín-angíotensín-kerfið (C09) frá 1. október 2009, síðan  að lyfjum með áhrif á beinbyggingu og beinmyndun (M05B) frá 1. nóvember, og síðast voru það astmalyfin (R03A og R03B) frá 1. janúar 2010. Í þeim töflum sem hér fara á eftir hafa tölur fyrir heilsugæsluna í Salahverfi verið dregnar frá þannig að bornar eru saman heildartölur fyrir heilsugæslustöðvarnar 15 sem eru innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2009 og 2010.

Kostnaður vegna prótónpumpluhemla (A02BC) lækkaði um 74 miljónir króna milli ára auk þess sem færri dagskömmtum var ávísað sem nemur 10%. Að teknu tilliti til þess og gengisbreytinga þá er í raun um svolitla lækkun að ræða þótt hún sé miklum mun minni en milli áranna 2008 og 2009. Notkunin hafði færst frá esómeprazóli yfir til ómeprazóls árið 2009. Á árinu 2010 dregur enn úr notkun esómeprazóls en færist að nokkru yfir á rabeprazól. Samanlagt er notkun ómeprazóls og rabeprazóls mjög svipuð milli áranna 2009 og 2010, mælt í DDD.

Lyfjaflokkur

2010

2009

ATC

Samheiti

         Verðmæti

DDD

         Verðmæti

DDD

A02BC01

Ómeprazól

105.463.801 kr.

1.437.152

151.179.678 kr.

1.932.402

A02BC03

Lansóprazól

4.255.313 kr.

33.077

10.044.159 kr.

65.730

A02BC04

Rabeprazól

61.269.900 kr.

759.544

33.147.484 kr.

356.366

A02BC05

Esómeprazól

66.400.529 kr.

292.119

117.202.883 kr.

461.565

A02BC alls

Prótónpumpuhemlar

237.389.543 kr

2.523.892

311.574.204 kr

2.816.062

Þegar litið er til statínanna (C10AA) sést að kostnaður vegna ávísana þeirra stóð nánast í stað í krónum talið, jafnframt því sem fjöldi skilgreindra dagskammta óx töluvert (51,6%).

Lyfjaflokkur

2010

     2009

ATC

Samheiti

         Verðmæti

DDD

         Verðmæti

DDD

C10AA01

Simvastatín

48.372.183 kr.

1.626.789

27.947.319 kr.

895.883

C10AA03

Pravastatín

 

 

1.310.595 kr.

3.556

C10AA04

Flúvastatín

 

 

56.004 kr.

131

C10AA05

Atorvastatín

15.445.358 kr.

340.040

28.263.448 kr.

368.095

C10AA07

Rósúvastatín

6.933.743 kr.

47.757

12.168.309 kr.

60.857

C10AA alls

HMG-CoA-redúktasa-hemlar

70.751.284 kr.

2.014.586

69.745.675 kr.

1.328.522

Um lyf sem verka á renín-angíotensín-kerfið (C09) er það að segja að meira var ávísað af óblönduðum ACE-hemlum en áður, eða 54% meira mælt í fjölda skilgreindra dagskammta, en nokkru minna ávísað af óblönduðum angíotensín-II-hemlum (8,6% samdráttur í DDD). Þá hefur kostnaður vegna ávísunar angíotensín-II-hemla í blöndu með öðrum lyfjum lækkað um 91,6 miljón krónur frá fyrra ári. Þótt DDD vanti til samanburðar þá má samt sjá að ekki er minna notað af þessum lyfjum en áður, heldur hefur tilfærsla orðið til ódýrari lyfjanna, t.a.m.hefur ávísun á kandesartan með hýdróklórtíazíði (C09DA06) dregist talsvert saman frá fyrra ári og meira verið ávísað af ódýrari samheitalyfjunum í þeim lyfjaflokkum þar sem þau eru í boði (C09DA01 og C09DA03).

C09 Lyf sem verka á renín-angíotensín-kerfið

Lyfjaflokkur

       2010

        2009

ATC

Samheiti

         Verðmæti

DDD

         Verðmæti

DDD

C09AA01

Kaptópríl

1.589.569 kr.

37.900

1.609.669 kr.

41.050

C09AA02

Enalapríl

22.160.772 kr.

1.200.470

21.086.656 kr.

671.743

C09AA04

Perindópríl

17.040 kr.

90

3.257.635 kr.

25.545

C09AA05

Ramipríl

2.836.118 kr.

165.200

2.825.894 kr.

170.500

C09AA07

Benazepríl

 

 

63.580 kr.

523

C09AA alls

ACE-hemlar, óblandaðir

26.603.499 kr.

1.403.660

28.843.434 kr.

909.360

 

 

 

 

 

 

C09BA02

Enalapríl og þvagræsilyf

25.247.460 kr.

 

22.750.350 kr.

 

 

 

 

 

 

 

C09CA01

Lósartan

32.619.156 kr.

744.233

32.664.396 kr.

565.789

C09CA02

Eprósartan

64.540 kr.

392

432.072 kr.

2.352

C09CA03

Valsartan

12.621.772 kr.

296.576

13.519.508 kr.

173.222

C09CA06

Kandesartan

9.983.750 kr.

104.531

56.756.376

510.587

C09CA07

Telmisartan

5.969 kr.

56

270.544 kr.

2.282

C09CA alls

Angíotensín-II-hemlar, óblandaðir

55.295.187 kr.

1.145.788

103.642.896 kr.

1.254.232

 

 

 

 

 

 

C09DA01

Lósartan og þvagræsilyf

42.553.008 kr.

-

47.444.908 kr.

-

C09DA03

Valsartan og þvagræsilyf

13.319.981 kr.

-

20.681.366 kr.

-

C09DA06

Kandesartan og þvagræsilyf

5.487.970 kr.

-

33.134.289 kr.

-

C09DA07

Telmisartan og þvagræsilyf

162.936 kr.

-

64.168 kr.

-

C09DB01

Valsartan og amlódipín

369.856 kr.

-

3.550.065 kr.

-

C09D alls

Angíotensín-II-hemlar í blöndu

61.893.751 kr.

-

104.874.796 kr.

-

 

 

 

 

 

 

C09XA02

Aliskíren

512.612 kr.

3.332

995.346 kr.

5.402

 

 

 

 

 

 

C09 alls

 

169.552.509 kr.

 

261.106.822 kr.

 

Meira var ávísað af lyfjum með áhrif á beinbyggingu og beinmyndun (M05B) mælt í fjölda skilgreindra dagskammta sem nemur 16,6%. Jafnframt breyttist hlutfallið milli alendrónsýru og hinna lyfjanna þannig að alendónsýra var 89% árið 2010 í stað tæplega 70% árið 2009. Kostnaður var samt um þriðjungi minni en áður þegar tillit hefur verið tekið til gengisbreytinga.

Lyfjaflokkur

       2010

      2009

ATC

Samheiti

         Verðmæti

DDD

         Verðmæti

DDD

M05BA04

Alendrónsýra

18.973.013 kr.

310.656

15.047.888 kr.

185.584

M05BA06

Íbandrónsýra

5.680.944 kr.

19.414

19.504.976 kr.

81.420

M05BA07

Rísedrónsýra

1.766.130 kr.

19.376

7.858.852 kr.

10.368

M05BA alls

Bisfosfónöt

26.420.087kr.

349.446

42.411.716 kr.

277.372

 

 

 

 

 

 

M05BB03

Alendrónsýra og kólekalsíferól

911.904 k.

4.032

6.530.322 kr.

25.704

 

 

 

 

 

 

M05B alls

Lyf með áhrif á beinbyggingu og beinmyndun

27.331.991 kr.

353.478

48.942.038 kr.

303.076

Þegar litið er til breytinga á ávísunum lyfja við teppusjúkdómum í öndunarvegi sést að kostnaður hefur dregist saman um rúmar 85 miljónir króna milli 2009 og 2010. Verulega hefur dregið úr notkun samsettu lyfjanna sem innihalda beta-agónista og sykurstera (R03AK06 og R03AK07) en notkunin vaxið af ósamsettu lyfjunum. Að teknu tilliti til gengisbreytinga lætur þá nærri að kostnaðurinn hafi dregist saman um nálægt 6%.

Lyfjaflokkur

       2010

      2009

ATC

Samheiti

         Verðmæti

DDD

         Verðmæti

DDD

R03AC02

Salbútamól

29.911.337 kr.

389.515

27.881.230 kr.

354.370

R03AC03

Terbútalín

8.710.536 kr.

110.950

7.159.599 kr.

86.675

R03AC12

Salmeteról

13.839.312 kr.

73.500

4.846.768 kr.

24.300

R03AC13

Formóteról

1.698.008kr.

4.669

2.611.866 kr.

6.885

 

 

 

 

 

 

R03AK06

Salmeteról og önnur lyf við teppusjúkdómum í öndunarvegi

74.112.773 k.

-

130.661.202 kr.

-

R03AK07

Formóteról og önnur lyf við teppusjúkdómum í öndunarvegi

87.029.903 kr.

-

160.452.725 kr.

-

 

 

 

 

 

 

R03A alls

Adrenvirk lyf til innúðunar

215.301.869 kr.

-

333.613.390 kr.

-

 

 

 

 

 

 

R03BA02

Búdesóníð

24.965.208 kr.

136.820

8.641.784 kr.

47.333

R03BA05

Flútíkasón

40.954.086 kr.

232.095

16.838.893 kr.

86.005

R03BA07

Mómetasón

333.640 kr.

1.470

144.900 kr.

540

 

 

 

 

 

 

R03BB01

Ípratrópíumbrómíð

465.740 kr.

5.867

1.923.456 kr.

16.667

R03BB04

Tíótrópíumbrómíð

37.226.654 kr.

116.610

43.549.033 kr.

123.720

 

 

 

 

 

 

R03B alls

Önnur lyf til innúðunar við teppusjúkdómum í öndunarvegi

103.945.328 kr.

492.862

71.098.066 kr.

274.265

Yfirlit yfir ATC/DDD kerfið má finna á vef WHO Collaborating Centre for Drug Statistics Methodology.