Verklagsreglur varðandi afhendingu sáravarnarbúnaðar

Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins og Heimaþjónusta Reykjavíkur

Inngangur

Í reglugerð nr. 1138/2008 um styrki vegna hjálpartækja (með tilvísun í 26. gr. laga nr. 112/2008), er kveðið á um að heimahjúkrun heilsugæslunnar og heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni skuli sjá um afgreiðslu á sáravarnarbúnaði til skjólstæðinga með langvinn sár.
Gert er ráð fyrir að einstaklingar sem þurfa á þessari þjónustu að halda geti leitað til sinnar heilsugæslustöðvar. Hver heilsugæslustöð skal þjónusta sína skjólstæðinga og þá sem búa á þjónustusvæði hennar.
Þessi reglugerð tók gildi 1. janúar 2009.

Tilgangur og markmið

Að auka eftirlit og yfirsýn með afhendingu sáravarnarbúnaðar.
Að halda utan um og e.t.v. draga úr kostnaði við notkun sáravarnarbúnaðar.

1 - Hverjir eiga rétt á sáravarnarbúnaði? 

Samkvæmt reglugerðinni eiga þeir einstaklingar sem haft hafa sár í 3 mánuði eða lengur rétt á að fá afhentan sáravarnarbúnað eftir þörfum.

Afhending umbúða fer þó aðeins fram að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Athugið að þeir einstaklingar sem fá sárameðhöndlun í umsjá heimahjúkrunar fá sáravarnarbúnað um leið og sárameðhöndlun hefst og er búnaðurinn skráður frá fyrsta degi.

 1. Að undangengnu mati læknis og/eða hjúkrunarfræðings skjólstæðings. 
 2. Að heilsugæslunni hafi borist lækna- og/eða hjúkrunarbréf frá sérfræðingi skjólstæðings (t.d. húðlækni eða sáramiðstöð) þar sem fram kemur greining á sári  og fyrirmæli um meðferð.
 3. Að viðkomandi einstaklingur sjái um sitt sár sjálfur.
 4. Að viðkomandi einstaklingur hafi að mati Karitas þörf fyrir sáravarnarbúnað (liður 2. á ekki við hér).

2 - Sáravarnarbúnaður

 • Í vörubirgðum þurfa að vera til helstu/algengustu sáraumbúðir/sáravarnarbúnaður svo hefja megi meðferð hið fyrsta fyrir þann sem nýtur þjónustu vegna sára og meðhöndlunar á þeim.
 • Ef meðferðaraðili/sérfræðingur óskar eftir öðrum umbúðum en þeim sem til eru á lager skal það metið hverju sinni og pantað eftir þörfum.
 • Innkaupum skal hagað eftir þörfum til að forðast birgðasöfnun.
 • Innkaup skulu taka mið af útboðum og ávallt skal leita hagkvæmustu innkaupa að teknu tilliti til gæða.
 • Nauðsynlegt er að einn ábyrgur aðili á hverri stöð t.d. birgðastjóri hafi góða þekkingu á þeim sáravarnarbúnaði sem notaður er hverju sinni og miðli henni til starfsmanna.
 • Fylgiskjal 1, Umbúðir og virkni þeirra, inniheldur upplýsingar um helstu tegundir umbúða og leiðbeiningar um notkun þeirra. Umbúðirnar eru flokkaðar eftir eiginleika s.s. svampar, hydrocolloidar, þörungar, aquacel o.s.frv. (Fylgiskjal 1 er í endurskoðun og er ekki tilbúið).

3 - Eftirlit og endurmat

 • Allir sem fá afhentar  sáraumbúðir/sáravarnarbúnað þurfa að koma reglulega í endurmat. 
 • Endurmat er gert af hjúkrunarfræðingi/lækni á heilsugæslu, hjúkrunarfræðingi í heimahjúkrun/heimaþjónustu, sérfræðingi eða sjálfstætt starfandi hjúkrunarþjónustu.
 • Þeir einstaklingar sem eru ferðafærir og njóta þjónustu heilsugæslustöðva koma á heilsugæslu í endurmat, aðrir fá vitjun frá heimahjúkrun.

4 - Gjaldtaka

 • Einstaklingar 18 ára og eldri greiða komugjald við endurmat á sári. 
 • Ekki er greitt komugjald við afhendingu umbúða eingöngu.
 • Ekki er greitt fyrir heimahjúkrun.

5 - Afhending og skráning

 • Afhending sáraumbúða á heilsugæslustöðvum og í heimahjúkrun/Heimaþjónustu Rvk. skal vera í höndum hjúkrunarfræðinga. Magn/tegund umbúða er afhent samkvæmt meðferðaráætlun.
 • Skráð skal samkvæmt reglum um skráningu í sjúkraskrárkerfið Sögu á Samskiptaseðil hjúkrunar.
  • Tilefni: Sár.
  • Greining: Sár (sú greining á sári sem við á). 
  • Úrlausn: Afhending umbúða sem finna má í flýtilista fyrir sárameðferð á bæði Samskiptaseðli hjúkrunar og Meðferðarseðli hjúkrunar.
 • Skrá skal öll samskipti og úrlausnir við einstaklinginn.
 • Allur sáravarnarbúnaður sem afhentur er til heimilis viðkomandi sjúklings eða Karitas,
   er skráður og kostnaðargreindur (Fylgiskjal 2 fyrir lager).
 • Allur sáravarnarbúnaður sem notaðar er í heimahjúkrun er skráður og kostnaðargreindur frá fyrsta degi (Fylgiskjal 3 fyrir lager).
 • Yfirlit yfir magn og kostnað sáravarnarbúnaðar skal sent til hjúkrunarforstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tvisvar á ári, fyrir tímabilin: 1. janúar - 31. júni og 1. júli - 31. desember.

Fylgiskjöl

Starfshópur

 • Vilborg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, Heilsugæslunni Firði
 • Lilja G. Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Heilsugæslunni Sólvangi
 • Ásdís Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Heimaþjónustu Reykjavíkur
 • Hrönn Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Heimaþjónustu Reykjavíkur

Til ráðgjafar og samstarfs:

 • Þórunn Ólafsdóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
 • Þórdís Magnúsdóttir forstöðumaður hjúkrunar Heimaþjónustu Reykjavíkur

Verklagsreglur varðandi afhendingu sáravarnarbúnaðar