Gullteigur B - fimmtudagur 7. nóvember 14:30-16:00

Fundarstjóri: Kristján G. Guðmundsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs

 

14:30 - 15:00

Berklaveiki meðal innflytjenda – hvernig virkar heilbrigðisskoðunin?

Þorsteinn Blöndal yfirlæknir

Þ. Blöndal, L. J. Guðmundsson, H. Briem, K. Blöndal 

Um erindið:

Við skoðuðum fjölda berklaveikra, sem hafa greinst meðal innflytjenda árin 1998-2012 (109/176; 61,9%) bæði við og eftir komu til landsins, en einnig eftir uppruna og álfum. Nýgengið var hæst meðal þeirra sem komu frá S-Au-Asíu en lægst hjá Pólverjum. Af 109 berklatilfellum meðal innflytjenda greindust 45,4% á fyrsta árinu, 53,6% á fyrstu 2 árunum og 73,7% á fyrstu 5 árunum. Meirihluti berklatilfella hérlendis koma upp hjá þeim, sem hafa flutt frá heimalandi sínu til Íslands. Það er mikilvægt að sinna heilbrigðisskoðun innflytjenda vel til þess að halda nýgengi berklanna niðri.


15:00 - 15:30

Undirbúningur ferðalaga til framandi landa

Halldór Jónsson yfirlæknir 

Um erindið:

Fjallað verður um ýmislegt sem hafa verður í huga við ferðalög til framandi landa. Hvers ber að gæta og hvað þarf að hafa í farteskinu. Kynnt verða til sögunnar „4H“sem spyrja þarf um þegar upplýsinga er aflað um fyrirhugaða ferð.

Hvernig eiga heilbrigðisstarfsmenn að leiðbeina og ráðleggja fólki varðandi ónæmisaðgerðir, lyf sem hafa þarf með og hverjar eiga helstu áherslurnar að vera að mati fyrirlesarans.

Þá verður fjallað sérstaklega um malaríu, schistosomiasis og river blindness

15:30 - 16:00

Börn nýbúa og erlend ættleiðingarbörn.

Gestur Pálsson barnalæknir

Um erindið:

Sagt verður frá starfsemi göngudeildar smitsjúkdóma á Barnaspítala Hringsins en þar eru skoðuð og rannsökuð áralega tugir barna, sem flytjast til landsins erlendis frá. 
Skýrt verður frá helstu vandamálum þessara barna og hvernig meðferð og eftirfylgni er háttað.