Önnur þjónusta sem fram fer á stöðinni er:

  • Krabbameinsskoðanir kvenna
  • Skyndileg veikindi eða slys

Heimilislæknar stöðvarinnar framkvæma krabbameinsskoðanir í samvinnu við Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands.

Sýni eru send til Krabbameinsfélagsins til rannsóknar og ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós er haft samband við þær konur er hlut eiga að máli.

Hægt er að fá samband við vakthafandi hjúkrunarfræðing í síma 550-2600, virka daga frá kl. 8:00 til 16:00.

Hjúkrunarfræðingur greinir erindi fólks, svarar fyrirspurnum, gefur ráðleggingar, bókar í bráðatíma hjá heimilislæknum eða vísar á vaktina á stöðinni.

Smáslysaþjónusta er á stöðinni. Þar er slysa- og aðgerðastofa, þar sem auðvelt er að búa um og sauma sár og gera smáaðgerðir. Bráðatilvik hafa alltaf forgang.

Utan ofangreinds opnunartíma er hægt að leita til Læknavaktarinnar í Smáranum. Síminn er 1770.
Ef um alvarleg slys eða lífshættuleg bráð veikindi  er að ræða, skal hafa samband við neyðarlínuna í síma 112.