Markmið ung- og smábarnaverndar er að fylgjast reglulega með heilsu og framförum barna og veita foreldrum stuðning og fræðslu.

Foreldrar geta haft samband við hjúkrunarfræðing á vakt milli kl. 8:00 og 16:00. Einnig er hægt að taka skilaboð.

Fyrstu vikurnar eftir fæðingu fara hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar í 2-3 vitjanir heim til barnanna. Foreldrar eru beðnir að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd fljótlega eftir að heim er komið.

Fyrsta læknisskoðun er við 6 vikna aldur og er framkvæmd af barnalækni. Barnalæknir í Heilsugæslunni Hamraborg er Ólöf Jónsdóttir. Síðan er reglubundið eftirlit hjá hjúkrunarfræðingum og læknum stöðvanna til skólaaldurs.

Hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum frá Landlæknisembættinu.

Boðið er upp á uppeldisnámskeið fyrir foreldra: Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar. Nánari upplýsingar í síma 513-5800. 

 

 Aldur  Hver skoðar  Hvað er gert
 < 6 vikna  Hjúkrunarfr.  Heimavitjanir
 6 vikna  Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun
 9 vikna  Hjúkrunarfr.  Heimavitjun eða skoðun á heilsugæslustöð
 3 mánaða Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.
 5 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu
 6 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum C
 8 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum 
 10 mánaða  Hjúkrunarfr. og lækni  Skoðun
 12 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu. PEDS Mat foreldra á þroska barna.
 18 mánaða  Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun og bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu, PEDS Mat foreldra á þroska barna
 2 1/2 árs  Hjúkrunarfr. Skoðun, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun
 4 ára  Hjúkrunarfr. Skoðun, sjónpróf, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki og stífkrampa í einni sprautu